Ferill 176. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 177  —  176. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgang fanga að bókasafni.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hvernig tryggir Fangelsismálastofnun rétt fanga skv. 53. gr. laga um fullnustu refsinga, nr. 15/2016, þar sem segir að fangi eigi rétt á aðgangi að bókasafni?
     2.      Hvað eru margir bókatitlar í bókasöfnum fangelsa hér á landi, sundurliðað eftir fangelsum?
     3.      Hversu miklu fjármagni hefur Fangelsismálastofnun varið til bókakaupa fyrir fangelsin árin 2010–2020, sundurliðað eftir árum og fangelsum?


Skriflegt svar óskast.