Ferill 181. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 182  —  181. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um lýtaaðgerðir á stúlkum og starfsemi lýtalækna.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hversu margar lýtaaðgerðir hafa verið gerðar á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri á síðustu 10 árum?
     2.      Hversu margar lýtaaðgerðir hafa verið gerðar á brjóstum stúlkna undir 18 ára aldri á síðustu 10 árum?
     3.      Telur ráðherra að lög um landlækni og lýðheilsu séu nægilega skýr þegar kemur að upplýsingaskyldu lýtalækna gagnvart embætti landlæknis?
     4.      Hvaða úrræði hefur landlæknir til að fylgjast með öryggi og gæðum þjónustu á vegum lýtalækna?
     5.      Hvert er hlutfall lýtalækna, árlega frá 2010–2019, sem staðið hafa skil á starfsemisupplýsingum til landlæknis um starfsemi í heilbrigðisþjónustu á þeirra vegum?


Skriflegt svar óskast.