Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 184  —  183. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um frádrátt frá tekjuskatti.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hve hár var frádráttur frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi tengdri slíkum rekstri vegna einstakra gjafa og framlaga til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa frá tekjuskattsstofni, skv. 2. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, við álagningu síðustu fimm árin? Svar óskast sundurliðað eftir árum, starfsemi gefanda og hverjum málaflokki upptalningarinnar.
     2.      Hvert er áætlað tekjutap ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna þessarar frádráttarheimildar á sama tímabili?


Skriflegt svar óskast.