Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 197  —  196. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um lán Íbúðalánasjóðs sem bera uppgreiðslugjald.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu mörg virk lán Íbúðalánasjóðs bera uppgreiðslugjald?
     2.      Á hvaða árabili voru slík lán í boði?
     3.      Hversu há eru lánin samtals?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir skilmálabreytingu þannig að það verði hagstæðara fyrir skuldara framangreindra lána að greiða þau upp?