Ferill 213. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 214 — 213. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum (hjálpartæki).
Flm.: Inga Sæland, Guðmundur Ingi Kristinsson, Helgi Hrafn Gunnarsson.
1. gr.
Hjálpartæki skv. 2. mgr. 26. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, eru undanþegin skattskyldu.
2. gr.
Greinargerð.
Markmið frumvarpsins er að jafna aðstöðumun notenda sem þurfa á slíkum hjálpartækjum að halda og létta efnahagslega byrði þeirra.
Áhrif frumvarpsins á tekjur ríkissjóðs yrðu ekki veruleg en ríkissjóður greiðir nú þegar stóran hluta þess virðisaukaskatts sem innheimtur er af þessum vörum. Áætluð útgjöld vegna hjálpartækja í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021 (1. mál, 151. löggjafarþingi) eru um 6 milljarðar kr. Endurgreiðslur eru um 95% af þeirri upphæð og er endurgreiðsluhlutfallið um 90%. Afnám virðisaukaskatts (að jafnaði 24%) lækkar tekjur ríkissjóðs um rúmlega 1 milljarð kr.