Ferill 215. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 216  —  215. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um endursendingu flóttafólks til Grikklands.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hve margir einstaklingar, sem þegar höfðu hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi, hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er þessu ári?
     2.      Hve margir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa verið endursendir til Grikklands frá Íslandi á þessu ári vegna þess að þeim hafði verið veitt alþjóðleg vernd þar í landi?
     3.      Hve mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd hefur Útlendingastofnun synjað um efnismeðferð umsókna á þessu ári, með vísan til a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, vegna þess að þeir höfðu þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi?
     4.      Hyggst ríkisstjórnin halda áfram að endursenda flóttafólk, sem hlotið hefur alþjóðlega vernd í Grikklandi, aftur til Grikklands þrátt fyrir ástandið þar, sem m.a. var tilefni þess að ríkisstjórnin ákvað nýlega að taka á móti 15 flóttamönnum þaðan?
     5.      Er tekið tillit til þess hvort karlar sem eru einir á ferð hér á landi eigi fjölskyldu sem dvelst við slæmar aðstæður í Grikklandi þegar ákvörðun er tekin um hvort endursenda á þá til Grikklands?


Skriflegt svar óskast.