Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 248  —  76.
mál.



Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um rannsóknir á selum.


     1.      Hversu miklum fjármunum varði Hafrannsóknastofnun árlega til selarannsókna á árunum 2010–2020?

Ár Upphæð (millj. kr.)
2020 28,3
2019 17,7
2018 36,1
2017 22,7
2016 21,7

    Á árunum 2010–2015 voru stundaðar takmarkaðar rannsóknir á selum á Hafrannsóknastofnun en rannsóknir á samspili sela og laxfiskastofna fóru fram á Veiðimálastofnun. Stofnanirnar voru sameinaðar árið 2016.

     2.      Hvaða verkefni sem lúta að rannsóknum á selum hafa verið unnin á þessu árabili og hve miklir fjármunir voru veittir í hvert einstakt verkefni?
    Ekki liggur fyrir sundurgreining hjá Hafrannsóknastofnun á því hversu miklir fjármunir hafa farið í einstök rannsóknarverkefni en vísað er til svars við 1. tölul. fyrirspurnarinnar varðandi heildarfjárhæðir til selarannsókna. Í eftirfarandi upptalningu má sjá hvaða rannsóknir á selum hafa verið stundaðar á umræddu árabili:
     1.      Stofnstærðarmat á landsel hefur verið framkvæmt frá árinu 2009. Þær rannsóknir hafa m.a. verið framkvæmdar með talningum úr flugvél.
     2.      Stofnstærðarmat á útsel hefur verið framkvæmt frá árinu 2012. Þær rannsóknir hafa m.a. verið framkvæmdar með talningum úr flugvél.
     3.      Afrán landsels á laxfiskum á Norðvesturlandi hefur verið rannsakað frá 2008.
     4.      Rannsóknir á truflun manna á atferli og dreifingu sela með það að markmiði að hún sé sem minnst hafa verið framkvæmdar frá árinu 2008. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni.
     5.      Rannsóknir á umfangi og dreifingu sela sem meðafla í hrognkelsa- og þorsknetaveiðum hafa verið framkvæmdar frá 2017.
     6.      Stofnerfðafræðirannsóknir á landsel hafa verið framkvæmdar frá árinu 2016. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni.
     7.      Stofnerfðafræðirannsóknir á útsel hafa verið framkvæmdar frá árinu 2016. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni.
     8.      Rannsókn á mengandi efnum í sjávarspendýrum hefur staðið yfir frá árinu 2017. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni.
     9.      Stór selatalning umhverfis landið á einum degi með þátttöku almennings var framkvæmd frá árinu 2006 til ársins 2016.

     3.      Hversu margar ritrýndar greinar um seli eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum á framangreindu árabili, hver er titill greinanna og hvar birtust þær?
    Alls hafa 15 ritrýndar greinar um seli birst í alþjóðlegum vísindaritum á umræddu árabili og má finna upplýsingar um titil þeirra og hvar þær birtust í eftirfarandi upptalningu:
          Aquino, J.F., Burns, G.L and Granquist, S.M. (2020). A Responsible Framework for Managing Seal Watching. Ocean and coastal management. Conditionally accepted.
          Magnússon, B., Guðmundsson, G.A., Metúsalemsson, S. and Granquist, S.M. (2020). Seabirds and seals as drivers of plant succession on Surtsey. Surtsey Research 14: 115–130.
          Spaan, K.M., van Noordenburg, C., Plassmann, M.M., Schultes, L., Shaw, S., Berger, M., Heide-Jørgensen, M.P., Rosing-Asvid, A., Granquist, S.M., Dietz, R., Sonne, C., Roos, A., Benskin, J.P. (2020). Fluorine mass balance and suspect screening in marine mammals from the Northern Hemisphere. Environmental Science & Technology, 54(7), 4046–4058.
          Punt, A.E., Siple, M., Sigurðsson, G.M., Víkingsson, G., Francis, T.B., Granquist, S.M., Hammond, P., Heinemann, D., Long, K., Moore, J., Sepulveda, M., Reeves, R., Wade, P., Williams, R., and Zerbini, A. (2020). Evaluating Management Strategies for Marine Mammal Populations: An Example for multiple species and multiple fishing sectors in Iceland. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 77(8).
          Baylis, A.M., Þorbjörnsson, J.G., dos Santos, E., & Granquist, S.M. (2019). At-sea spatial usage of recently weaned grey seal pups in Iceland. Polar Biology, 42(11); 2165–2170. DOI:10.1007/s00300-019-02574-5.
          Granquist, S.M., Nilsson, P.Å., and Angerbjörn, A. (2019). From Eco-Tourism to Ego-Tourism: Fluctuations in human view on nature over time. Athens Journal of Tourism. 6(3), 195–210. DOI: 10.30958/ajt.6-3-4.
          Granquist, S.M., Esparza-Salas, R., Hauksson, E., Karlsson, O., & Angerbjörn, A. (2018). Fish consumption of harbour seals (Phoca vitulina) in north western Iceland assessed by DNA metabarcoding and morphological analysis. Polar Biology, 1–12.
          Öqvist, E.L., Granquist, S.M., Burns, G.L. and Angerbjörn, A. 2017. Sealwatching: an evaluation of codes of conduct. Tourism in marine environments 13(1); 1–15. doi.org/10.3727/154427317X14964473293699.
          Burns, G.L., Öqvist, E.L., Angerbjörn, A., and Granquist, S. 2018. When the wildlife you watch becomes the food you eat: Exploring moral and ethical dilemmas when consumptive and non-consumptive tourism merge. In Kline, C. (ed), Animals, food, and tourism pp. 22–35. Routledge Ethics of tourism: New York.
          Marschall, S., Granquist, S.M. and Burns, G.L. 2016. Interpretation in Wildlife Tourism: Assessing the effectiveness of signage to modify visitor behaviour at a seal watching site in Iceland. Journal for outdoor recreation 17, 11–19.
          Granquist, S. and Hauksson, E. 2016. Diet of harbour seals in a salmon estuary in North-West Iceland. Icelandic Agricultural Sciences 29, 7–19, doi: 10.16886/IAS.2016.02.
          Granquist, S. and Hauksson, E. 2016. Seasonal, meteorological, tidal and diurnal effects on haul-out patterns of harbour seals (Phoca vitulina) in Iceland. Polar Biology, 39(12), 2347–2359.
          Granquist, S.M., & Nilsson, P.Å. 2016. Who's watching whom? – an interdisciplinary approach to the study of seal-watching tourism in Iceland. Journal of Cleaner Production, 111, 471–478. doi:10.1016/j.jclepro.2014.11.060.
          Granquist, S.M. and Sigurjónsdóttir, H. 2014. The effect of land based seal watching tourism on the haul-out behaviour of harbour seals (Phoca vitulina) in Iceland. Applied Animal Behaviour Science 156; 85–93.
          Granquist, S. and Nilsson, P.Å. 2013. The Wild North: Network Cooperation for Sustainable Tourism in a fragile Marine Environment in the Arctic Region. In Müller, D., Lundmark, L. and Lemelin, R. (Eds.), New Issues in Polar Tourism pp. 123–132. Heidelberg: Springer.