Ferill 176. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 250  —  176. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni um aðgang fanga að bókasafni.


    Við vinnslu fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá Fangelsismálastofnun ríkisins og eru eftirfarandi svör unnin í samráði við stofnunina.

     1.      Hvernig tryggir Fangelsismálastofnun rétt fanga skv. 53. gr. laga um fullnustu refsinga, nr. 15/2016, þar sem segir að fangi eigi rétt á aðgangi að bókasafni?
    Bókasöfn eru í fangelsinu að Litla-Hrauni, á Hólmsheiði og á Kvíabryggju. Fangar í fangelsinu á Sogni hafa aðgang að bókasafninu á Litla-Hrauni. Millisafnalán eru á milli fangelsa og einnig hafa almenn bókasöfn lánað bækur eftir því sem hægt hefur verið.

     2.      Hvað eru margir bókatitlar í bókasöfnum fangelsa hér á landi, sundurliðað eftir fangelsum?
    Fangelsið á Hólmsheiði: u.þ.b. 2.500 bækur.
    Fangelsið á Litla-Hrauni: u.þ.b. 2.500 bækur.
    Fangelsið á Kvíabryggju: u.þ.b. 2.000 bækur.
    Fangelsið að Sogni: Fáir bókatitlar. Fangar hafa aðgang að bókasafni Litla-Hrauns.

     3.      Hversu miklu fjármagni hefur Fangelsismálastofnun varið til bókakaupa fyrir fangelsin árin 2010–2020, sundurliðað eftir árum og fangelsum?
    
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Samtals
Fangelsið á Akureyri 5.543 30.029 43.470 30.019 19.205 154.105 140.303 56.024 48.626 33.473 536.075
Fangelsið Kópavogi 23.206 7.542 30.748
Hegningarhúsið Reykjavík 35.100 42.584 77.684
Sogn 59.140 247.478 133.042 197.670 65.600 37.855 110.660 16.605 868.050
Hólmsheiði 8.950 38.525 39.216 86.691
Kvíabryggja 20.156 4.000 16.240 3.980 44.376
Litla-Hraun 962024 439.862 626.357 571.165 510.281 574.816 149.863 192.448 190.946 20.158 22.420 4.260.341
Samtals 1.070.069 760.011 806.869 798.854 644.970 766.776 419.066 257.423 260.157 33.961 95.109 5.913.265

    Fangelsið á Litla-Hrauni hefur keypt hlutfallslega mest af bókum en stór hluti þeirra eru skólabækur sem fara í millisafnalán milli fangelsa. Eftir á að ráðstafa þeim bókum sem voru til staðar í fangelsinu á Akureyri. Þar að auki fá fangelsin mikið af bókum gefins og skýrir það að stórum hluta hve litlu fjármagni hefur verið veitt til bókakaupa í fangelsið á Hólmsheiði.