Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 264  —  244. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um rannsóknir á veiðarfærum.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hversu miklum fjármunum varði Hafrannsóknastofnun árlega til veiðarfærarannsókna á árunum 2006–2020?
     2.      Hvaða verkefni sem lúta að rannsóknum á veiðarfærum hafa verið unnin á þessu árabili og hve miklir fjármunir voru veittir í hvert verkefni?
     3.      Hversu margar ritrýndar greinar um veiðarfæri eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum á framangreindu árabili, hver er titill greinanna og hvar birtust þær?


Skriflegt svar óskast.