Ferill 247. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 267  —  247. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd komu til landsins á árunum 2018– 2020?
     2.      Hversu margir umsækjendanna fengu efnislega meðferð umsókna sinna um alþjóðlega vernd?
     3.      Hve margir sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi á framangreindu tímabili höfðu þegar fengið efnismeðferð og úrlausn í öðru Schengen-ríki?
     4.      Hver var meðaltími afgreiðslu umsókna hjá Útlendingastofnun annars vegar og kærunefnd útlendingamála hins vegar á tímabilinu?
     5.      Hver var kostnaður stofnana sem heyra beint undir ráðuneytið vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd á tímabilinu?
     6.      Hver var kostnaður ráðuneytisins vegna þjónustusamnings við Rauða kross Íslands á tímabilinu?
     7.      Hver var kostnaður vegna heimferðar umsækjenda um alþjóðlega vernd sem ekki fengu vernd á tímabilinu?
     8.      Hver hefur verið kostnaður við móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd, svo sem við flutninga frá flugstöð, sóttkví og annað sem fellur til vegna COVID-19, það sem af er árs 2020?


Skriflegt svar óskast.