Ferill 248. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 268  —  248. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um kvótaflóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hver var kostnaður stofnana sem heyra beint undir ráðuneytið vegna kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd á árunum 2018–2020?
     2.      Hver var kostnaður ráðuneytisins vegna þjónustusamnings við Rauða kross Íslands á tímabilinu?
     3.      Hver var kostnaður ráðuneytisins vegna stuðnings við sveitarfélög vegna kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd á tímabilinu?
     4.      Hver var annar kostnaður ráðuneytisins vegna kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd á tímabilinu?
    Svör óskast sundurliðuð eftir árum.


Skriflegt svar óskast.