Ferill 250. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 270  —  250. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kvótaflóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hver hefur kostnaður stofnana sem heyra beint undir ráðuneytið vegna kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd verið á árunum 2018–2020?
     2.      Hver hefur kostnaður ráðuneytisins vegna þjónustusamnings við Rauða kross Íslands verið á tímabilinu?
     3.      Hver hefur kostnaður ráðuneytisins vegna heilbrigðisþjónustu kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd verið á tímabilinu?
     4.      Hve margir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa greinst með COVID-19 við komuna til landsins það sem af er árinu?
     5.      Hver hefur annar kostnaður ráðuneytisins vegna kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd verið á árunum 2018–2020?
    Svör óskast sundurliðuð eftir árum.


Skriflegt svar óskast.