Ferill 253. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 273  —  253. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um birtingu laga um fiskeldi í Stjórnartíðindum.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Telur ráðherra ástæðu til að rannsakað verði það verklag sem var viðhaft á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis að fresta til 18. júlí 2019 að láta birta í Stjórnartíðindum ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi 20. júní 2019, sbr. frétt Stundarinnar 23. október 2020?
     2.      Hvenær varð ráðherra ljós þessi fyrirætlan um frestun á birtingu laganna og hver var ástæðan fyrir henni?


Skriflegt svar óskast.