Ferill 254. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 274  —  254. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um birtingu viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga í dómum.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við birtingu viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga í dómum?
     2.      Hvað hyggst ráðherra gera varðandi vinnslu og dreifingu fyrirtækja á viðkvæmum persónugreinanlegum upplýsingum sem hafa verið birtar í dómum?