Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 275  —  255. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um beiðnir um undanþágu frá reglum um þungaflutninga.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hversu margar beiðnir bárust Samgöngustofu um undanþágu vegna þungaflutninga um brýr samkvæmt reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007, árlega á árunum 2016–2020?
     2.      Hversu margar undanþágur voru:
                  a.      veittar á sama tímabili,
                  b.      veittar með skilyrðum,
                  c.      nýttar af umsækjendum?
     3.      Fyrir hvaða tíu brýr var oftast sótt um undanþágu og hversu oft fyrir hverja þeirra?
     4.      Hversu oft var sótt um undanþágu vegna þungaflutninga um brúna um Sléttuá í botni Reyðarfjarðar?
     5.      Hvaða brýr skipta landinu upp með tilliti til möguleika á þungaflutningum á milli landshluta?


Skriflegt svar óskast.