Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 277  —  257. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um vernd barna gegn ofbeldi í skólastarfi.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvaða úrræði eru í boði til þess að tryggja að börn hljóti þá vernd gegn ofbeldi í skólastarfi sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum? Hvaða úrræði hafa virkað best?
     2.      Hvaða vernd gegn ofbeldi í skólastarfi eiga börn rétt á? Ef þeirri réttindavernd er framfylgt, hve langur tími getur þá liðið frá því að ofbeldi gegn barni í skólastarfi uppgötvast og þar til tekst að stöðva það?
     3.      Þurfa skólayfirvöld sem vanrækja að vernda börn gegn ofbeldi að sæta viðurlögum, t.d. áminningu starfsmanna eða brottrekstur úr starfi?