Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 290  —  261. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um urðunarstaði búfjár sem fargað er vegna sjúkdóma.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hver er ábyrgð Umhverfisstofnunar á að viðhalda og miðla upplýsingum um urðunarstaði búfjár sem hefur verið fargað vegna búfjársjúkdóma?
     2.      Hefur Umhverfisstofnun upplýsingar um riðuveikigrafir og miltisbrandsgrafir, svo sem kort eða yfirlit? Ef svo er, hversu langt aftur ná þær upplýsingar?
     3.      Þykir ástæða til þess að auka eftirlitsskyldu með urðunarstöðum búfjár vegna búfjársjúkdóma?
     4.      Hefur verið gerð áætlun um mögulega urðunarstaði vegna urðunar á fé sem skorið er niður vegna bráðsmitandi búfjársjúkdóma?


Skriflegt svar óskast.