Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 291  —  262. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um viðbrögð og varnir gegn riðuveiki í sauðfé.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Úr hvaða sjóði renna bætur til bænda vegna riðuveiki? Hyggst ríkisstjórnin bæta í þann sjóð vegna nýuppkomins smits í Skagafirði?
     2.      Hefur ráðherra mótað stefnu varðandi rannsóknir á fyrirbyggjandi ráðstöfunum vegna riðuveiki í sauðfé hér á landi? Ef svo er, hver er sú stefna?
     3.      Hefur verið gerð áætlun um mögulega urðunarstaði vegna urðunar á fé sem skorið er vegna bráðsmitandi búfjársjúkdóma?
     4.      Eru til viðbragðsáætlanir vegna alvarlegustu búfjársjúkdómanna, þ.m.t. riðu?


Skriflegt svar óskast.