Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 326  —  293. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um störf læknanema.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hvaða lög og reglur gilda um læknastörf læknanema? Telur ráðherra að læknastörf læknanema, eins og þeim er hagað nú, standist þau lög og þær reglur?
     2.      Hefur ráðherra markað stefnu um læknismenntun þeirra sem sinna störfum og afleysingum fyrir lækna? Ef svo er, hver er sú stefna?
     3.      Hefur ráðherra komið á fót sérstökum námsstöðum læknanema innan sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana og heilsugæslu sem þeir gegna undir eftirliti og ábyrgð lækna á seinni stigum náms?


Skriflegt svar óskast.