Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 328  —  295. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um útflutning á úrgangi.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hversu mikið magn af úrgangi er flutt árlega frá landinu? Hversu mikið af þeim úrgangi er endurnýtanlegt?
     2.      Til hvaða landa er úrgangurinn fluttur? Hversu mikið af honum er flutt út til endurvinnslu?
     3.      Hvað er gert við þann úrgang, ef einhver er, sem er fluttur út en fer ekki til endurvinnslu? Hvernig er fylgst með því hvert hann ratar?


Skriflegt svar óskast.