Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 340  —  304. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vangoldið vátryggingariðgjald ökutækis.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


    Hyggst ráðherra leggja til breytingu á lögum um ökutækjatryggingar, nr. 30/2019, sem tryggir að vangoldið vátryggingariðgjald færist ekki yfir á nýjan eiganda við eigendaskipti á ökutæki eða að gerð sé krafa um að tryggingariðgjöld verði gerð upp við eigendaskipti en skv. 12. gr. laganna hvílir vangoldið vátryggingariðgjald ásamt vöxtum og kostnaði sem lögveð á ökutæki í tvö ár og fellur ekki niður við eigendaskipti?


Skriflegt svar óskast.