Ferill 206. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 358  —  206. mál.
2. umræða.Nefndarálit


um frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.

Frá velferðarnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund sinn Bjarnheiði Gautadóttur, Jón Þór Þorvaldsson og Svanhvíti Yrsu Árnadóttur frá félagsmálaráðuneytinu.
    Nefndinni bárust umsagnir frá Alþýðusambandi Íslands, Hveragerðisbæ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði ný heildarlög um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til. Slík skrá nái yfir nauðsynlegustu heilbrigðis- og öryggisþjónustu við íbúa sveitarfélaga, svo unnt sé að tryggja hana.
    Í umsögnum um málið kom fram að frumvarpið hefði verið unnið í góðu samráði við helstu hagsmunaaðila og ekki gerðar efnislegar athugasemdir.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 17. nóvember 2020.

Helga Vala Helgadóttir,
form.
Halla Signý Kristjánsdóttir, frsm. Ólafur Þór Gunnarsson.
Ásmundur Friðriksson. Anna Kolbrún Árnadóttir. Guðmundur Ingi Kristinsson.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. Sara Elísa Þórðardóttir. Vilhjálmur Árnason.