Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 381  —  327. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um kostnað við þáttagerð og verktöku hjá Ríkisútvarpinu.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hver var heildarfjöldi starfsmanna á launaskrá Ríkisútvarpsins, RÚV, 31. desember 2019 og 30. september 2020? Hversu margir þeirra voru einnig verktakar við þáttagerð hjá RÚV?
     2.      Hvaða þættir RÚV voru unnir af starfsmönnum stofnunarinnar sem verktakar á árunum 2015–2020? Óskað er eftir upplýsingum um heiti hvers þáttar.
     3.      Hver er heildarkostnaður hvers þáttar sem spurt er um í 2. tölul.? Hversu lengi hefur hver þáttur verið á dagskrá og hver er samanlagður kostnaður frá upphafi? Óskað er eftir sundurliðun kostnaðar hvers þáttar eftir árum þar sem fram komi verktakagreiðslur, greiðslur vegna leigubifreiða-, ferða- og dvalarkostnaðar og annar kostnaður RÚV.
     4.      Hverjar voru tekjur RÚV af tækjaleigu, notkun á húsnæði og eldra dagskrárefni RÚV við gerð þátta sem verktakar unnu að?
     5.      Hvað hefur viðgengist lengi að starfsmenn RÚV séu jafnframt verktakar og sparast launakostnaður þegar þeir sinna jafnframt verktöku?
     6.      Greiddi RÚV öðrum fjölmiðlum, starfsmönnum annarra fjölmiðla eða fyrirtækjum í þeirra eigu verktakagreiðslur á árunum 2017–2020? Ef svo er, í tengslum við hvaða verkefni voru þær greiðslur inntar af hendi?
     7.      Hvert var heildarumfang greiðslna RÚV til sjálfstæðra verktaka á öðrum fjölmiðlum á árunum 2017–2020? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um skiptingu heildarfjárhæðar í krónum.
     8.      Eru fengnir fastir álitsgjafar reglulega í spjallþætti í morgunútvarpi og síðdegisútvarpi RÚV? Ef svo er, fá álitsgjafarnir greiðslu fyrir og hver er þá fjárhæð slíkrar greiðslu?


Skriflegt svar óskast.