Ferill 253. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 398  —  253.
mál.Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um birtingu laga um fiskeldi í Stjórnartíðindum.


     1.      Telur ráðherra ástæðu til að rannsakað verði það verklag sem var viðhaft á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis að fresta til 18. júlí 2019 að láta birta í Stjórnartíðindum ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi 20. júní 2019, sbr. frétt Stundarinnar 23. október 2020?
    Ráðuneytið hefur látið fara fram athugun á þessum embættisfærslum innan ráðuneytisins með hliðsjón af ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hlutaðeigandi starfsmaður lét af störfum áður en þessari athugun lauk, og er því málinu lokið innan ráðuneytisins.

     2.      Hvenær varð ráðherra ljós þessi fyrirætlan um frestun á birtingu laganna og hver var ástæðan fyrir henni?
    Yfirstjórn ráðuneytisins fékk fyrst upplýsingar um málið 7. júlí 2020. Þá þegar hófst athugun á málinu. Ekki er að finna upplýsingar í málaskrá ráðuneytisins um ástæður frestunar á birtingu laganna.