Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 435  —  199. mál.
Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um landshlutaverkefni í skógrækt.


     1.      Hversu margir samningar eru í gildi við landeigendur um skógrækt, skipt eftir landshlutum, og hver er gildistími þeirra?
    Skógrækt á lögbýlum (áður landshlutaverkefni í skógrækt) er samstarf ríkisins við eigendur lögbýla um fjölnytjaskógrækt. Allir samningar frá og með árinu 2006 eru með 40 ára gildistíma. Eldri samningar með 10 ára gildistíma eru allir fallnir úr gildi og er elsti samningurinn frá 1998 með gildistíma til 2038. Fjöldi samninga sem í gildi eru, skipt eftir landshlutum, er eftirfarandi:

Landshluti Fjöldi samninga Fjöldi jarða
Austurland 158 142
Norðurland 200 196
Suðurland 90 90
Vesturland 133 126
Vestfirðir 42 42
Samtals 623 596

     2.      Hverjir eru þeir aðilar sem hlut eiga að máli, einstaklingar eða félög? Listi óskast með nöfnum eigenda og heimilisföngum.
    Þeir aðilar sem skráðir eru fyrir samningi skiptast þannig:

Aðili Fjöldi
Konur 70
Karlar 224
Tveir aðilar (hjón, systkin o.s.frv) 173
Fyrirtæki (oftast ehf.) 129
Alls 596

    Listi yfir nöfn jarða og samningsaðila samkvæmt upplýsingum frá Skógræktinni fylgir svari þessu.

     3.      Hver er heildarupphæð samninga hvert ár frá 2000 til 2019 á verðlagi ársins 2020?
    Meðfylgjandi tafla sýnir framlög til skógræktar á lögbýlum á verðlagi ársins 2020 fyrir tímabilið 2003–2020 en gögn vegna framlaga áranna 2000–2002 eru ekki aðgengileg þar sem skipt var um bókhaldskerfi hjá ríkinu árið 2003. Fyrir tímabilið 2003–2007 byggjast fjárhæðirnar á upplýsingum úr bókhaldi landbúnaðarráðuneytis, síðar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, og á færslum á tegundinni framlög til einstaklinga, samtaka og heimila. Fyrir tímabilið 2008–2020 byggjast fjárhæðirnar á gögnum frá Skógræktinni um framlög til landshlutaverkefnanna. Í öllum tilfellum er um framkvæmdafjármagn að ræða, ekki rekstur verkefnanna.

Ár Heildarupphæð hvers árs (millj. kr.) Heildarupphæð árs (millj. kr.) á verðlagi í október 2020
2003 134,4 287
2004 176,4 363
2005 225,5 444
2006 217,4 399
2007 328,2 577
2008 310,8 494
2009 258,6 367
2010 226,4 305
2011 221,8 287
2012 196,5 242
2013 218,0 258
2014 231,0 268
2015 219,0 250
2016 253,5 285
2017 222,8 246
2018 216,9 233
2019 238,3 249
2020 307,0 307*
*Sem hluta af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar var 20 millj. kr. varið til grisjunarverkefna í landshlutaverkefnum. Sú upphæð er ekki inni í þessari tölu.

    Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir 392,7 millj. kr. framlagi til skógræktar á lögbýlum.Fylgiskjal.


Nöfn jarða og samningsaðila.

www.althingi.is/altext/pdf/151/fylgiskjol/s0435-f_I.pdf