Ferill 380. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 487  —  380. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um kostnað við áfrýjun niðurstöðu neðri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hver var kostnaður íslenska ríkisins við málflutning og málaferli ríkisstjórnarinnar vegna áfrýjunar niðurstöðu neðri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi?
     2.      Hver er kostnaðurinn við lögfræðiálit, málsvörn og málflutning Íslands í málinu á báðum dómstigum? Svar óskast sundurliðað eftir kostnaði við vinnu ríkislögmanns annars vegar og vegna aðkeyptrar vinnu hins vegar.


Skriflegt svar óskast.