Ferill 381. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 488  —  381. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Er hafinn undirbúningur að mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu, í samræmi við ályktun Alþingis nr. 43/150?
     2.      Hverjar verða helstu áherslur og forgangsatriði ráðherra í málaflokknum?
     3.      Hvenær áætlar ráðherra að stefnan komist til framkvæmda?


Skriflegt svar óskast.