Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 493  —  382. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aðgerðir til að draga úr nagladekkjanotkun.

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni.


     1.      Til hvaða aðgerða telur ráðherra rétt að grípa til þess að draga úr nagladekkjanotkun og sporna við meiri svifryksmengun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á heilsu fólks?
     2.      Hefur ráðuneytið hvatt sveitarfélögin til að grípa til aðgerða í þessu tilliti?
     3.      Með hvaða hætti telur ráðherra að mæta mætti sjónarmiðum landsbyggðar að þessu leyti?
     4.      Hefur komið til tals í ráðuneytinu að vinna með heilbrigðisyfirvöldum að aðgerðum í þessum málum?
    

Skriflegt svar óskast.