Ferill 247. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 512  —  247. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ásmundi Friðrikssyni um alþjóðlega vernd.


     1.      Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd komu til landsins á árunum 2018– 2020?
    Í töflunni að neðan kemur fram fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd frá 1. janúar 2018 til 31. október 2020.

Ár Fjöldi
2018 800
2019 867
2020 (janúar–október) 596

     2.      Hversu margir umsækjendanna fengu efnislega meðferð umsókna sinna um alþjóðlega vernd?
    Í töflunni að neðan kemur fram hversu margir sóttu um alþjóðlega vernd og fengu efnislega meðferð umsóknar sinnar hjá Útlendingastofnun frá 1. janúar 2018 til 31. október 2020.

Ár Fjöldi umsókna um vernd Fjöldi umsókna frá viðkomandi ári sem fóru beint í efnislega meðferð Fjöldi umsókna frá viðkomandi ári sem fengu efnislega meðferð á síðari stigum
2018 800 379 104
2019 867 477 121
2020 (janúar–október) 596 267 9

    Umsóknir geta fengið efnislega meðferð á síðari stigum, t.d. ef kærunefnd vísar máli sem Útlendingastofnun hefur afgreitt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða vegna verndar í öðru landi til efnismeðferðar, ef mál fellur á þeim tímafresti sem kveðið er á um í lögum um útlendinga að stjórnvöld hafi til að ljúka máli án efnislegrar meðferðar eða ef fyrri ákvörðun er afturkölluð.
    Hafa þarf í huga að töluverður hluti umsókna frá árinu 2020, um 235, er enn óafgreiddur.

     3.      Hve margir sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi á framangreindu tímabili höfðu þegar fengið efnismeðferð og úrlausn í öðru Schengen-ríki?
    Í töflunni að aftan er sýnt hversu margir sóttu um alþjóðlega vernd, hversu margir höfðu þegar fengið vernd í öðru EES/EFTA-ríki og hversu margar endurviðtökubeiðnir á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins voru samþykktar frá 1. janúar 2018 til 31. október 2020.


Ár Fjöldi umsókna um vernd Fjöldi umsækjenda viðkomandi árs sem þegar höfðu fengið vernd í öðru EES/EFTA-ríki Fjöldi samþykktra Dyflinnarendurviðtökubeiðna á grundvelli endanlegrar synjunar í öðru EES/EFTA-ríki
2018 800 131 33
2019 867 207 14
2020 (janúar–október) 596 296 9

    Það athugast að íslensk stjórnvöld beita ekki Dyflinnarreglugerðinni gagnvart einstaklingum sem koma hingað til lands frá Grikklandi og Ungverjalandi. Fjöldi samþykktra Dyflinnarendurviðtökubeiðna á grundvelli endanlegrar synjunar í öðru EES/EFTA-ríki endurspeglar því ekki heildarfjölda umsækjenda um vernd á Íslandi sem þegar höfðu hlotið endanlega neikvæða niðurstöðu í öðru EES/EFTA-ríki.

     4.      Hver var meðaltími afgreiðslu umsókna hjá Útlendingastofnun annars vegar og kærunefnd útlendingamála hins vegar á tímabilinu?
    Í töflunni að neðan er sýndur meðalmálsmeðferðartími hjá Útlendingastofnun í dögum vegna allra umsókna um alþjóðlega vernd og eftir tegund málsmeðferðar frá 1. janúar 2018 til 30. september 2020.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Meðalmálsmeðferðartími hjá kærunefnd útlendingamála var 56 dagar árið 2018, 61 dagur árið 2019 og 88 dagar frá 1. janúar til 31. október 2020.

     5.      Hver var kostnaður stofnana sem heyra beint undir ráðuneytið vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd á tímabilinu?
    Kostnaður Útlendingastofnunar á fjárlagalið 06-399 Umsækjendur um alþjóðlega vernd og 06-398 Útlendingastofnun vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd var árin 2018–2020 eftirfarandi:

Ár Kostnaður
2018 3.523.951.559 kr.
2019 3.494.497.875 kr.
2020 (til 1. október) 2.451.086.708 kr.

    Vakin er athygli á því að ekki er búið að bókfæra allan kostnað fyrstu níu mánuði ársins.
    Kostnaður Útlendingastofnunar að frádregnum sértekjum á fjárlagalið 06-399 Umsækjendur um alþjóðlega vernd og 06-398 Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd árin 2018–2020 var eftirfarandi:

Ár Kostnaður Sértekjur
2018 3.365.093.268 kr. 158.858.291 kr.
2019 3.469.576.240 kr. 24.921.635 kr.
2020 (til 1. október) 2.437.154.235 kr. 13.932.473 kr.

    Kostnaður kærunefndar útlendingamála vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd árin 2018–2020 var eftirfarandi:

Ár Kostnaður
2018 223.324.665 kr.
2019 238.561.902 kr.
2020 (áætlun) 246.500.000 kr.

     6.      Hver var kostnaður ráðuneytisins vegna þjónustusamnings við Rauða kross Íslands á tímabilinu?
    Útlendingastofnun hefur greitt Rauða krossi Íslands í samræmi við samning dómsmálaráðuneytisins og Útlendingastofnunar við Rauða kross Íslands eftirfarandi:

Ár Greiðsla
2018 419.635.729 kr.
2019 366.939.109 kr.
2020 (til 1. október) 300.590.298 kr.

     7.      Hver var kostnaður vegna heimferðar umsækjenda um alþjóðlega vernd sem ekki fengu vernd á tímabilinu?
    Kostnaður vegna heimferða umsækjenda um alþjóðlega vernd sem ekki fengu vernd hérlendis árin 2018–2020 var eftirfarandi:

Ár Kostnaður
2018 395.602.413 kr.
2019 273.144.148 kr.
2020 (til 1. október) 226.489.694 kr.

    Vakin er athygli á því að til frádráttar þessum kostnaði koma greiðslur frá Frontex ( European Border and Coast Guard Agency) og var kostnaður vegna heimferða að frádregnum greiðslum Frontex sem hér kemur fram:

Ár Kostnaður Greiðslur frá Frontex
2018 250.265.522 kr. 145.336.891 kr.
2019 248.222.513 kr. 24.921.635 kr.
2020 (til 1. október) 215.331.997 kr. 11.157.697 kr.


     8.      Hver hefur verið kostnaður við móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd, svo sem við flutninga frá flugstöð, sóttkví og annað sem fellur til vegna COVID-19, það sem af er ári 2020?
    Kostnaður vegna móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd sem greiddur hefur verið af fjárlagalið 06-399 og fallið hefur til árið 2020 vegna COVID-19 er 25.077.654 kr.