Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 517  —  385. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um innflutning á osti og kjöti.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hve mikið var flutt inn af osti í eftirfarandi flokkum á árinu 2019 og fyrstu sex mánuði ársins 2020:
                  a.      upprunamerktur ostur innan tollkvóta fyrir osta samkvæmt samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018 sem hafa vottun sem „Product of Geographic Indication“ (PGI) eða „Product of Designated Origin“ (PDO),
                  b.      annar ostur frá ESB-löndum innan tollkvóta samkvæmt samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018,
                  c.      ostur frá Noregi og Sviss sem fellur undir tollkvóta fyrir EFTA,
                  d.      ostur sem fluttur er inn samkvæmt auglýstum tollkvóta á grundvelli WTO-samningsins,
                  e.      annar innfluttur ostur sem almennir tollar eru greiddir af samkvæmt gildandi tollskrá?
     2.      Hve mikið var flutt inn af kjöti í eftirfarandi flokkum á árinu 2019 og fyrstu sex mánuði ársins 2020:
                  a.      samkvæmt tollkvóta í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018,
                  b.      samkvæmt tollkvóta á grundvelli WTO-samningsins,
                  c.      samkvæmt tollkvóta fyrir EFTA,
                  d.      innflutningur á almennum tollum?
             Svar óskast sundurliðað eftir tegund kjöts, þ.e. nautakjöt, svínakjöt, alifuglakjöt, pylsur (tollskrárnúmer 1601), unnar kjötvörur (tollskrárnúmer 1602) og fuglsegg (tollskrárnúmer 0407).


Skriflegt svar óskast.