Ferill 388. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 524  —  388. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um veikleika í umgjörð skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað líður vinnu við endurskoðun laga um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, nr. 108/1999, með hliðsjón af ábendingum í áhættumati ríkislögreglustjóra varðandi skýrslugjöf félaganna til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag þeirra og ráðstöfun fjármuna?
     2.      Hvaða breytingar hafa verið gerðar, í kjölfar áhættumats ríkislögreglustjóra, til að auka getu eftirlitsaðila til að sinna eftirliti með skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum og knýja á um úrbætur ef þess er þörf?


Skriflegt svar óskast.