Ferill 390. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 529  —  390. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um malarnámur.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hvaða stofnun ber ábyrgð á að fylgst sé með aflögðum malarnámum og hvernig er eftirliti með þeim háttað? Er vitað um fjölda slíkra náma?
     2.      Hvernig er fylgst með því að eigendur eða fyrri notendur gangi frá þeim með sómasamlegum hætti og hvaða kröfur eru um það gerðar?
     3.      Hvaða úrræðum geta eftirlitsaðilar beitt, t.d. í þeim tilfellum þar sem rusli eða úrgangi er komið þar fyrir?
                             
    
Skriflegt svar óskast.