Ferill 326. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 538  —  326. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Páli Jónssyni um Breiðafjarðarferjuna Baldur.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver yrði kostnaðurinn við að fjölga ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í tvær ferðir á dag frá 1. september til 31. maí?

    Núverandi áætlun gerir ráð fyrir átta ferðum á viku samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum og á heimasíðu.

Núverandi
áætlun
Með fjölgun ferða
Sunnudagur 1 2
Mánudagur 2 2
Þriðjudagur 1 2
Miðvikudagur 1 2
Fimmtudagur 1 2
Föstudagur 2 2
Laugardagur 0 2
Á viku 8 14
Fjölgun: - 6
Vikur - 39
Kostnaður á ferð* - 890.000
Samtals - 208.260.000
*Kostnaður miðast við siglingarleiðina Stykkishólmur– Brjánslækur–Stykkishólmur með viðkomu í Flatey. Án viðkomu í Flatey er kostnaður á ferð 855.661 kr. eða í heild 197.730.000 kr. Verð án verðbóta.

    Kostnaðarauki við þessa fjölgun ferða næmi um 208 millj. kr. á vetri sé miðað við viðkomu í Flatey en tæpum 198 millj. kr. án viðkomu í Flatey.