Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 546  —  393. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um jafnréttisáætlanir fyrir skólakerfið.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða jafnréttisáætlanir hafa verið gerðar í ráðuneytinu eða stofnunum á vegum þess fyrir öll skólastig í skólakerfinu sem bæði taka til kennara og nemenda?
     2.      Hafa verið gerð áform eða mótuð stefna í ráðuneytinu þar sem stefnt er að fjölgun karlkyns leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara um tiltekið hlutfall fyrir tiltekið tímamark? Hafi slíkt verið gert, hver hefur árangur orðið af slíkum áformum eða stefnumótun? Hafi áform í þessu efni ekki gengið eftir, hverjar telur ráðherra vera skýringar á því?
     3.      Hvert er kynjahlutfall kennara og stjórnenda á einstökum skólastigum? Telur ráðherra kynjahlutfall í kennaraliði á einstökum skólastigum skipta máli fyrir nám barna og ungmenna, þar á meðal árangur eftir kynjum? Telji ráðherra svo vera, hvernig hyggst ráðherra standa að því að virt séu viðmið um kynjahlutföll í kennaraliði innan 40–60% marka?


Skriflegt svar óskast.