Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 587  —  402. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um raunverulega eigendur Arion banka hf.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hverjir eru raunverulegir eigendur þeirra lögaðila sem eru skráðir eigendur meira en 1% hlutafjár í Arion banka hf.?
     2.      Telur ráðherra það samrýmast 4. mgr. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, að á vefsíðu Arion banka hf. komi ekki fram hverjir séu raunverulegir eigendur allra þeirra lögaðila, fyrir utan einn, sem eiga meira en 1% hlutafjár í bankanum?


Skriflegt svar óskast.