Ferill 404. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 589  —  404. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um loðdýrarækt.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni.


     1.      Telur ráðherra að loðdýrarækt samræmist sjónarmiðum um náttúruvernd og lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994?
     2.      Í hvaða löndum Evrópu hefur loðdýrarækt verið bönnuð?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til loðdýraræktar á Íslandi?
     4.      Kemur til greina að mati ráðherra að leggja slíka rækt af og mun hann beita sér fyrir því?


Skriflegt svar óskast.