Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 593  —  408. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um skólasóknarreglur í framhaldsskólum.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Telur ráðherra rétt að endurskoða skólasóknarreglur í framhaldsskólum til að gera nemendum kleift að taka þátt í samfélagslegum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks?
     2.      Ef ráðherra er reiðubúinn að skoða skólasóknarreglur í framhaldsskólum, hvenær gæti vinna við endurskoðun kafla 16.2 í aðalnámskrá framhaldsskóla hafist?


Skriflegt svar óskast.