Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 594  —  409. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um lagaheimildir Skipulagsstofnunar.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hvaða ástæður lágu að baki því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun Storm orku ehf. vegna vindlundar að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð fór fram yfir lögboðinn fjögurra vikna frest?
     2.      Á hvaða reglum byggir Skipulagsstofnun heimild sína til að beina því til sveitarfélagsins Dalabyggðar að bíða með að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar til tillaga að viðauka við gerð landsskipulagsstefnu hefur verið lögð fram til kynningar?
     3.      Telur ráðherra það vera í samræmi við ákvæði laga að álit Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu og valkostagreiningu vegna Suðurnesjalínu 2 byggist á framtíðarhugmyndum stjórnvalda um flugvöll í Hvassahrauni?
     4.      Telur ráðherra að valkostagreining Skipulagsstofnunar í umhverfisskýrslu vegna Suðurnesjalínu 2 byggist á lögum og telur hann þá greiningu vera í samræmi við leiðbeiningarrit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda?


Skriflegt svar óskast.