Ferill 410. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 595  —  410. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjölda sýkinga og andláta af völdum kórónuveirunnar.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.


     1.      Hve margir á Íslandi hafa:
                  a.      sýkst af kórónuveirunni,
                  b.      verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar og hve margir þeirra hafa verið með aðra undirliggjandi sjúkdóma,
                  c.      verið lagðir inn á gjörgæsludeild og hve margir þeirra hafa verið með aðra undirliggjandi sjúkdóma,
                  d.      þurft í öndunarvél og hve margir þeirra hafa verið með aðra undirliggjandi sjúkdóma?
             Svar óskast sundurliðað eftir aldri (0–10 ára, 11–20 ára, 21–30 ára, 31–40 ára, 41–50 ára, 51–55 ára, 56–60 ára, 61–65 ára, 66–70 ára, 71–75 ára, 76–80 ára, 81–85 ára, 86–90 ára, 91–95 ára, 95 ára og eldri).
     2.      Hve margir hafa látist eftir að hafa sýkst af kórónuveirunni og hve margir þeirra hafa verið með aðra undirliggjandi sjúkdóma?
     3.      Hve mörg andlát má rekja til hópsmitsins á Landakoti annars vegar og smita á öðrum sjúkrastofnunum hins vegar?
     4.      Hve mörg smit hafa komið upp á stofnunum reknum af:
                  a.      ríkinu,
                  b.      sveitarfélögunum,
                  c.      einkaaðilum eða öðrum en þeim sem falla undir a- og b-lið?
     5.      Hve margir hafa þurft á endurhæfingu að halda eftir að hafa smitast af kórónuveirunni og hvað er áætlað að margir þurfi endurhæfingu af hennar völdum á næstunni?
    

Skriflegt svar óskast.