Ferill 415. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 615  —  415. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um bætt aðgengi að efnisframboði Ríkisútvarpsins.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hvaða umbætur hafa verið gerðar í aðgengismálum blindra, heyrnarlausra og heyrnarskertra í sjónvarpsútsendingum Ríkisútvarpsins, á heimasíðu þess og í appi undanfarinn áratug?
     2.      Hver hefur aukningin á textun og táknmálstúlkun í efnisframboði Ríkisútvarpsins verið undanfarinn áratug og hvaða efni er lögð áhersla á að túlka og texta?
     3.      Hvernig hefur Ríkisútvarpið sinnt lögbundnum skyldum sínum á þessu sviði og hvernig mun það leitast við að gera það áfram?


Skriflegt svar óskast.