Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 630  —  421. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um kynjahlutföll í stofnunum barnaverndar.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver eru kynjahlutföll í stjórnsýslustofnunum barnaverndar, þar á meðal í yfirstjórn barnaverndarmála, Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndum og félagsþjónustu sveitarfélaga?
     2.      Eru í gildi jafnréttisáætlanir á þessu sviði? Hefur ráðherra áform um að setja slíkar áætlanir þar sem þær kynni að vanta?


Skriflegt svar óskast.