Ferill 22. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 631  —  22. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019 (ódæmigerð kyneinkenni).

Frá minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar (ÞorS).


     1.      Á eftir 4. mgr. 4. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir 2. mgr. er forsjáraðilum barns undir 12 ára aldri heimilt að taka ákvörðun um varanlegar breytingar á þvagfærum og/eða kynfærum barns ef fyrir liggur mat læknis á viðeigandi sérfræðisviði að aðgerð eða önnur meðferð sé til þess fallin að auka lífsgæði barnsins.
     2.      Í stað tilvísunarinnar „5. mgr.“ í 2. málsl. 2. mgr. 11. gr. komi: 6. mgr.