Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 632  —  376. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (úthlutun tollkvóta).

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


    2. gr. orðist svo:
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ráðherra er heimilt að semja við Bændasamtök Íslands, sbr. 30. gr., um að á árinu 2021 verði komið á fyrirkomulagi um beinan fjárstuðning við framleiðendur búvöru með einskiptisgreiðslu vegna tekjutaps sem þeir hafa orðið fyrir á árinu 2020 af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Rétt til einskiptisgreiðslu skulu eiga þeir framleiðendur búvöru sem á árinu 2020 eiga samkvæmt ákvæðum laga þessara rétt til beingreiðslu. Ráðherra er heimilt að fela Matvælastofnun afgreiðslu umsókna. Við ákvörðun um skiptingu einskiptisgreiðslu skal litið til ákvæða samninga um starfsskilyrði í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju og rammasamnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins. Setja skal hámark á stuðning til einstakra framleiðenda. Ráðherra skal með reglugerð mæla nánar fyrir um skilyrði fyrir einskiptisgreiðslu og framkvæmd þessa ákvæðis.