Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 670  —  323. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof.

Frá meiri hluta velferðarnefndar (ÓGunn, ÁsF, GIK, HSK, LRM, VilÁ).


     1.      Í stað orðanna „einn mánuð“ í 1. mgr. 8. gr., 1. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 27. gr. komi: sex vikur.
     2.      Á eftir orðunum „gagnvart barni sínu“ tvívegis í 3. mgr. 9. gr. og tvívegis í 3. mgr. 30. gr. komi: gagnvart hinu foreldrinu.
     3.      Í stað fjárhæðarinnar „184.119 kr.“ í 3. mgr. 24. gr. komi: 190.747 kr.
     4.      Við 1. mgr. 43. gr.
                  a.      1. málsl. orðist svo: Sé barnshafandi foreldri nauðsynlegt að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barns er heimilt að greiða foreldrinu sérstakan styrk í allt að 14 daga fyrir áætlaðan fæðingardag barns en allt að 28 daga sé um fjölburameðgöngu að ræða, sem og þá daga sem meðganga varir fram yfir áætlaðan fæðingardag, enda dvelji foreldri fjarri heimili sínu þá daga sem um ræðir.
                  b.      Í stað orðanna „14 daga tímabili“ í 2. málsl. komi: tímabilinu.
     5.      Við 58. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                      Við gildistöku laga þessara falla brott lög um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, en halda gildi sínu um rétt foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur fyrir 1. janúar 2021.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Gildistaka og lagaskil.
     6.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
                      Ákvæði 1. mgr. 8. gr., 1. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 27. gr. skulu sæta endurskoðun þar sem einkum skal horft til þess hvernig tekist hefur að uppfylla markmið laga þessara, sbr. 2. gr. Skal ráðherra skila Alþingi skýrslu um endurskoðunina, og eftir atvikum leggja fram lagafrumvarp, innan tveggja ára frá gildistöku laga þessara.