Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 725  —  323. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof.

Frá 2. minni hluta velferðarnefndar (HVH).


     1.      3. mgr. 9. gr. orðist svo:
                  Ef foreldri er gert að sæta nálgunarbanni gagnvart barni sínu eða hinu foreldrinu, eða brottvísun af heimili, færist sá réttur til fæðingarorlofs, sem stofnast hefur til skv. 1. mgr. 8. gr. og foreldri hefur ekki þegar nýtt sér, yfir til hins foreldrisins nema foreldrar hafi komist að samkomulagi um annað. Á þetta við hvort sem foreldrar fara sameiginlega með forsjá barnsins eða ekki. Lögreglustjóri eða dómstólar skulu staðfesta að foreldri sæti nálgunarbanni eða brottvísun af heimili. Við tilfærsluna verður réttur þess foreldris sem sætir nálgunarbanni eða brottvísun af heimili að þeim réttindum sem hitt foreldrið hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum. Foreldri sem hefur öðlast rétt við tilfærslu samkvæmt þessu ákvæði skal hvenær sem er heimilt að framselja þann rétt aftur til hins foreldrisins.
     2.      3. mgr. 30. gr. orðist svo:
                  Ef foreldri er gert að sæta nálgunarbanni gagnvart barni sínu eða hinu foreldrinu, eða brottvísun af heimili, færist sá réttur til fæðingarstyrks, sem stofnast hefur til skv. 1. mgr. 26. gr. eða 1. mgr. 27. gr., og foreldri hefur ekki þegar nýtt sér, yfir til hins foreldrisins nema foreldrar hafi komist að samkomulagi um annað. Á þetta við hvort sem foreldrar fara sameiginlega með forsjá barnsins eða ekki. Lögreglustjóri eða dómstólar skulu staðfesta að foreldri muni sæta nálgunarbanni gagnvart barni sínu eða brottvísun af heimili á fyrrgreindu tímabili. Við tilfærsluna verður réttur þess foreldris sem sætir nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili að þeim réttindum sem hitt foreldrið hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum. Foreldri sem hefur öðlast rétt við tilfærslu samkvæmt þessu ákvæði skal hvenær sem er heimilt að framselja þann rétt aftur til hins foreldrisins.