Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 728, 151. löggjafarþing 376. mál: búvörulög (úthlutun tollkvóta).
Lög nr. 136 19. desember 2020.

Lög um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (úthlutun tollkvóta).


1. gr.

     Í stað númeranna 0602.9091, 0602.9093, 0603.1100, 0603.1400 og 0603.1909 í 2. málsl. 1. mgr. 65. gr. laganna kemur: 0602.9081–9083, 0602.9088, 0602.9093, 0603.1100, 0603.1400, 0603.1906–1908, 0603.1911–1918 og 0603.1999.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir 7.–9. málsl. 3. mgr. 65. gr. skal verð tollkvóta frá og með gildistöku ákvæðis þessa til 1. ágúst 2022 ráðast af fjárhæð tilboða hverju sinni. Kvótanum verður því fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess er næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hefur verið úthlutað.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2020.