Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 730  —  283. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi í ráðuneytinu? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
     2.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi hjá undirstofnunum ráðuneytisins? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður hverrar stofnunar síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?


1.
    Já, í ráðuneytinu er starfandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Upplýsingafulltrúinn hefur stöðu aðstoðarmanns ráðherra en um laun og starfskjör aðstoðarmanna fer samkvæmt kjörum skrifstofustjóra, sbr. 2. og 3. mgr. 22. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011. Þá var starfandi sérfræðingur í ráðuneytinu sem sinnti að hluta til upplýsingamálum ráðuneytisins á árinu 2020, ásamt öðrum verkefnum, m.a. á sviði jafnréttismála. Í ráðuneytinu koma að auki fjölmargir aðrir starfsmenn að gerð og miðlun upplýsinga til almennings og fjölmiðla, allt eftir efni þeirra verkefna sem unnið er að hverju sinni. Í öllum tilvikum er slík aðkoma starfsmanns þó einungis hluti af því starfi sem viðkomandi sinnir. Vegna þess hversu samþætt vinna við efnisgerð og miðlun upplýsinga er annarri vinnu starfsmanna liggja ekki fyrir sundurgreindar upplýsingar um það hver heildarkostnaður er vegna þessara verkefna sérstaklega.
    Eftirfarandi tafla sýnir kostnað vegna launa og launatengdra gjalda vegna starfa upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar á tímabilinu 1. nóvember 2010 til 1. nóvember 2020, þ.m.t. greidd biðlaun vegna starfsloka upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar á tímabilinu, sbr. 4. mgr. 22. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. Annar kostnaður vegna starfa starfsmanna er almennt ekki aðgreindur niður á einstaka starfsmenn í bókhaldi ráðuneytisins, svo sem kostnaður vegna vinnuaðstöðu, tölvubúnaðar o.fl.

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar

Ár

Launakostnaður

2020
19.897.902
2019 19.512.234
2018 22.587.515
2017 25.191.829
2016 17.328.781
2015 14.530.411
2014 13.424.668
2013 12.998.598
2012 11.666.204
2011 0
2010 0

2.
    Við vinnslu svarsins var óskað eftir upplýsingum frá þeim stofnunum sem heyra stjórnarfarslega undir forsætisráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands, nr. 119/2018. Einungis ein stofnun, Seðlabanki Íslands, er með starfandi upplýsingafulltrúa/samskiptastjóra og byggist eftirfarandi svar á upplýsingum sem ráðuneytið aflaði hjá bankanum.
    Hjá Seðlabanka Íslands starfa tveir starfsmenn sem gegna hlutverki upplýsingafulltrúa/samskiptastjóra, þ.e. sinna ytri samskiptum bankans. Annar þeirra starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu fram að sameiningu þess við Seðlabanka Íslands 1. janúar sl. Árlegur heildarkostnaður launa vegna starfa fyrrnefndra starfsmanna á tímabilinu var eftirfarandi:

Seðlabanki Íslands
Ár Launakostnaður
2020 30.778.839
2019 18.405.488
2018 18.139.680
2017 16.101.602
2016 14.646.388
2015 13.791.320
2014 13.071.146
2013 12.080.250
2012 11.700.000
2011 11.059.168
2010 1.843.195