Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 737  —  294. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um urðun dýrahræja.


     1.      Á hvaða stöðum eru dýrahræ urðuð hér á landi?
    Almennt skal koma dýrahræjum til brennslu hér á landi samkvæmt reglugerð nr. 674/2017, um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, sbr. og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 með síðar breytingum. Á undanförnum áratugum hafa dýrahræ verið urðuð á urðunarstöðum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs en einnig hefur það komið fyrir að dýrahræ hafa verið urðuð utan urðunarstaða, t.d. á lögbýlum, þegar upp hafa komið smitsjúkdómar eða um er að ræða sjálfdauð dýr. Í reglugerð nr. 738/2003, um urðun úrgangs, hefur heimild til urðunar dýrahræja verið felld brott í samræmi við breytingar sem urðu á lögum um meðhöndlun úrgangs og innleiðingu reglna um aukaafurðir dýra.
    Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er heildstæð skrá um grafir dýrahræja ekki til hjá stofnuninni. Rétt er að geta þess að unnið er að reglugerð um mengaðan jarðveg í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem m.a. er mælt fyrir um að Umhverfisstofnun skuli halda skrá yfir menguð svæði og svæði þar sem grunur er um mengun. Þar er gert ráð fyrir að komi fram upplýsingar um staðsetningu, stærð, tegund mengunar og ástæðu þess að svæði er mengað eða grunur leikur á um mengun. Gert er ráð fyrir að skráin verði aðgengileg á vef Umhverfisstofnunar og uppfærð eftir þörfum. Þá er einnig mælt fyrir um gerð yfirlits yfir eldri svæði sem eru menguð eða þar sem grunur er um mengun. Yfirlitið skal byggt á fyrirliggjandi upplýsingum og skal m.a. taka tillit til þess hvort greftrun dýrahræja hefur farið fram á svæðinu. Drög að reglugerðinni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og er ráðgert að reglugerðin verði sett í upphafi árs 2021.
    Í töflu 1 eru magntölur úrgangs fyrir dýrahræ á þeim urðunarstöðum sem Umhverfisstofnun hefur eftirlit með þar sem urðuð hafa verið dýrahræ á síðastliðnum fimm árum.

Tafla 1. Magntölur úrgangs fyrir dýrahræ á þekktum urðunarstöðum sem Umhverfisstofnun hefur eftirlit með.
Magn í tonnum
2015 2016 2017 2018 2019 Samtals
Borgarfjarðarhreppur 3 2 3 3 3 14
Byggðasamlagið Hula 58 58
Fjarðabyggð 0,67 0,67
Norðurá bs. 824,42 922,65 764,33 877,78 812,19 4.201,37
SORPA bs. 1.290,3 1.262,16 1.433,75 1.041,98 716,83 5.745,02
Sorpsamlag Strandasýslu ehf. 0,16 0,2 0,3 0,37 0,37 1,4
Sorpurðun Vesturlands hf. 184,76 184,76
Vopnafjarðarhreppur 13,8 2,59 26,63 0,87 13,43 57,32
Samtals 2.131,68 2.189,6 2.228,01 2.109,43 1.603,82 10.262,54

     2.      Hvaða urðunarstaðir hafa verið í notkun og hvenær var urðað á hverjum stað?
    Umhverfisstofnun hefur eftirlit með urðunarstöðum sem starfræktir hafa verið frá því að lög nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, tóku gildi í apríl 2003. Í gildi eru starfsleyfi fyrir 21 urðunarstað og fyrirmæli um frágang og vöktun fyrir 18 aflagða urðunarstaði. Í töflu 2 má sjá yfirlit yfir urðunarstaði með starfsleyfi og hvenær starfsleyfin tóku gildi. Í töflu 3 má sjá yfirlit yfir aflagða urðunarstaði og hvenær lokunarfyrirmæli voru gefin út.

Tafla 2. Yfirlit yfir urðunarstaði með starfsleyfi og gildistöku starfsleyfis.
Urðunarstaðir með starfsleyfi Heiti urðunarstaðar Upphafleg útgáfa starfsleyfis
Bolungarvíkurkaupstaður Hóll (óvirkur úrgangur) 31.8.2000
Borgarbyggð Bjarnhólar (óvirkur úrgangur) 9.7.2002
Borgarfjarðarhreppur Brandsbalar 31.8.2000
Byggðasamlagið Hula Skógasandur 7.1.2000
Dalabyggð Höskuldsstaðir (óvirkur úrgangur) 9.9.2015
Fjarðabyggð Þernunes 27.2.2008
Fljótsdalshérað Tjarnarland 16.11.2001
Langanesbyggð Bakkafjörður 5.9.2002
Mýrdalshreppur Uxafótalækur (óvirkur úrgangur) 7.1.2000
Norðurá bs. Stekkjarvík 26.11.2010
Norðurþing Laugardalur við Húsavík (óvirkur úrgangur)
24.11.1997
Norðurþing Kópasker 9.9.2002
Skaftárhreppur Stjórnarsandur 7.1.2000
SORPA bs. Álfsnes 11.6.2001
Sorpsamlag Strandasýslu Skeljavík 15.5.2006
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. Strönd 13.12.2007
Sorpstöð Suðurlands Kirkjuferjuhjáleiga 1 22.9.1998
Sorpurðun Vesturlands hf. Fíflholt 17.8.1998
Stykkishólmsbær Ögur (óvirkur úrgangur) 9.11.2006
Sveitarfélagið Hornafjörður í Lóni 9.12.2002
Vopnafjarðarhreppur Búðaröxl 5.9.2002

Tafla 3. Yfirlit yfir rekstraraðila og staðsetningu aflagðra urðunarstaða og dagsetningu lokunarfyrirmæla.
Rekstraraðili urðunarstaðar Heiti urðunarstaðar Útgáfa fyrirmæla um frágang og vöktun
Akraneskaupstaður Berjadalsá 13.11.2013
Akureyrarbær Glerárdalur 19.6.2014
Árborg Lækjarmót 20.10.2020
Blönduósbær Draugagil 9.7.2014
Bæjarveitur Vestmannaeyja Búastaðagryfja 26.3.2014
Dalabyggð Búðardalur 11.6.2014
Fjarðabyggð Heydalamelar 20.10.2020
Fjarðabyggð Mjóifjörður 5.6.2020
Ísafjarðarbær Klofningur 15.11.2012
Grundarfjarðarbær Hrafnkelsstaðir 5.12.2012
Húnaþing vestra Syðri Kárastaðir 29.4.2015
Langanesbyggð Þórshöfn 23.4.2014
Sorpstöð Suðurlands Kirkjuferjuhjáleiga 2 13.5.2015
Sorpurðun Vesturlands Fíflholt eldra 12.7.2017
Sveitarfélagið Hornafjörður Svínafell 10.4.2013
Sveitarfélagið Skagafjörður Skarðsmóar 13.8.2014
Sveitarfélagið Skagaströnd Neðri-Harrastaðir 19.6.2014
Vesturbyggð Vatnseyrarhlíð 29.1.2015

     3.      Hræ hvaða dýrategunda voru urðuð á hverjum stað, hversu mikið magn á hverjum stað og hver var ástæða urðunar, svo sem hvaða sjúkdómi voru dýrin haldin?
    Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hefur stofnunin ekki heildstæða skrá um magn, dýrategund eða ástæðu urðunar dýrahræja sem urðuð eru á hverjum stað að öðru leyti en því sem fram kemur í töflu 1 sem eru magntölur um urðun dýrahræja á urðunarstöðum.
    Tafla 4 gefur yfirlit yfir þau skráðu leyfi sem Umhverfisstofnun hefur veitt vegna urðunar dýrahræja. Fram til nóvember 2018 var slíkt leyfi veitt á grundvelli 7. gr. reglugerðar nr. 738/2003, um urðun úrgangs, en þá var ákvæðið fellt úr reglugerðinni. Frá þeim tíma hefur leyfi verið veitt í samræmi við d- og e-lið 1. mgr. 19. gr. reglugerðpar (EB) nr. 1069/2009, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 674/2017.

Tafla 4. Yfirlit yfir skráð leyfi til urðunar dýrahræja.
Dags. Sjúkdómur Dýrategund Urðunarstaður Starfsleyfishafi
Nóvember 2020 riða sauðfé Skarðsmóar Sveitarfélagið Skagafjörður
September 2020 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Mars 2020 salmonella alifuglar Stekkjarvík Norðurá bs.
Janúar 2020 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Ágúst 2019 veirusmit alifuglar Skógasandur Byggðasamlagið Hula
Ágúst 2019 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Apríl 2019 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Mars 2019 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Febrúar 2018 salmonella alifuglar Álfsnes Sorpa bs.
Ágúst 2015 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Nóvember 2014 salmonella alifuglar Stekkjarvík Norðurá bs.
Ágúst 2014 salmonella alifuglar Stekkjarvík Norðurá bs.
Júní 2014 salmonella alifuglar Stekkjarvík Norðurá bs.
Apríl 2014 salmonella alifuglar Stekkjarvík Norðurá bs.
Febrúar 2014 salmonella alifuglar Stekkjarvík Norðurá bs.
Nóvember 2013 salmonella alifuglar Stekkjarvík Norðurá bs.
Apríl 2012 salmonella alifuglar Álfsnes Norðurá bs.
Ágúst 2010 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Júlí 2010 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Júlí 2010 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Apríl 2010 salmonella alifuglar Fíflholt Sorpurðun Vesturlands
Mars 2010 salmonella alifuglar Álfsnes Sorpa bs.
Janúar 2010 salmonella alifuglar Álfsnes Sorpa bs.

    Almennt er um að ræða leyfi til urðunar á dýrahræjum alifugla fyrir utan leyfi sem veitt var nú í nóvember 2020 um urðun á dýrahræjum sauðfjár, en ekki reyndist unnt að brenna öll dýrahræin á brennslustöð.
1    Urðun og starfsemi hætt og fyrirmæli um frágang og vöktun gefin út árið 2015 en starfsleyfi er enn í gildi og gildir til 2025.
2    Urðun og starfsemi hætt og fyrirmæli um frágang og vöktun gefin út árið 2015 en starfsleyfi er enn í gildi og gildir til 2025.