Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 739  —  288. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi í ráðuneytinu? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
     2.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi hjá undirstofnunum ráðuneytisins? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður hverrar stofnunar síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?

1.
    Eftirfarandi tafla sýnir laun upplýsingafulltrúa ráðuneytisins ásamt launatengdum gjöldum allt frá ársbyrjun 2011 þegar velferðarráðuneytið var sett á laggirnar og sameinuð gamla heilbrigðisráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins hefur jafnframt alla tíð sinnt fleiri verkefnum en þeim sem snúa eingöngu að verkefnum upplýsingafulltrúa. Annar kostnaður er ekki sundurliðaður niður á starfsmenn í bókhaldi ráðuneytisins.

Ár

Laun ásamt launatengdum gjöldum

Velferðarráðuneytið:
2011 8.334.096
2012 9.751.960
2013 10.240.048
2014 10.749.277
2015 11.799.411
2016 12.436.411
2017 12.829.109
2018 13.265.539
Heilbrigðisráðuneytið: 2019 13.490.870
2020 til 31/10 11.521.215

2.
    Óskað var eftir upplýsingum um hvort upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar væru starfandi hjá stofnunum ráðuneytisins. Svör bárust frá öllum stofnunum utan Lyfjastofnunar. Svörin voru öll með þeim hætti að stofnanir væru almennt ekki með starfandi upplýsingafulltrúa eða samskiptastjóra nema Landspítalinn, sjá hér á eftir.


Ár Laun ásamt launatengdum gjöldum
Landspítalinn: 2015 8.132.364
2016 17.635.104
2017 17.239.468
2018 18.041.064
2019 18.705.260
2020 til 31/10 15.872.543

    Deildarstjóri samskiptadeildar var fyrst ráðinn á Landspítala í maí 2015. Stærsti hluti verkefna samskiptadeildar lýtur að innri upplýsingagjöf. Árlega má reikna með þúsundum fjölmiðlafyrirspurna á ýmsu formi um starfsemi og rekstur spítalans og er brýn þörf á markvissri samskiptastjórnun og tilheyrandi upplýsingamiðlun. Meðfylgjandi tafla sýnir launakostnað deildarstjóra samskiptadeildar með launatengdum gjöldum frá því að stofnað var til starfsins í maí 2015 til og með október 2020 (hlé var gert á launagreiðslum í júlí 2015 vegna launalauss leyfis samskiptastjóra þann mánuðinn).