Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 746  —  332. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um spilakassa.


     1.      Hverjar voru brúttótekjur Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands af spilakössum árið 2019?

Brúttótekjur Millj. kr.
HHÍ – happdrættisvélar 8.393
Íslandsspil 4.108
Hreinar happdrættistekjur árið 2019 Millj. kr.
HHÍ – happdrættisvélar 2.490
Íslandsspil 1.240
Brúttótekjur eru innkomið fé af sölu. Hreinar happdrættistekjur eru brúttótekjur að frádregnum útborguðum vinningum.
Tölur HHÍ eiga einungis við um umfang og rekstur happdrættisvéla en ekki annan rekstur happdrættisins.
Söfnunarkassar og happdrættisvélar eru í fyrirspurn nefnd spilakassar.

     2.      Hver voru heildarrekstrargjöld hvors fyrirtækis árið 2019 og hve stór hluti rekstrargjalda rann annars vegar til kaupa og hins vegar til leigu á spilakössum?
    
Heildarrekstrargjöld árið 2019* Millj. kr.
HHÍ – happdrættisvélar 1.268
Íslandsspil 666
*Heildarrekstrargjöld eru öll rekstrargjöld, þ.m.t. laun starfsfólks, ferðakostnaður og skrifstofukostnaður, umboðslaun til rekstraraðila spilastaða og kostnaður við spilakassa, hvort sem þeir eru leigðir eða keyptir.

    Hlutfall af rekstrargjöldum.
Kaup á spilakössum 2019 Hlutfall
HHÍ – happdrættisvélar 16,7
Íslandsspil 33,0

    Hlutfall af rekstrargjöldum.
Leiga á spilakössum 2019 Hlutfall
HHÍ – happdrættisvélar* 26,3
Íslandsspil 0,0
*Rekstrarleiga er greiðsla fyrir leigu á skjávélum og fyrir alla aðra þjónustu við vélarnar sem birgir veitir, svo sem endurnýjun skjávéla, endurnýjun og uppfærslu tölvukerfa, aðgengi að nýjum leikjum og ýmsa aðra aðstoð.

     3.      Af hvaða aðilum hafa spilakassar, annars vegar Happdrættis Háskóla Íslands og hins vegar Íslandsspila sf., verið keyptir eða leigðir eftir atvikum árið 2019 og hve stór hluti tekna af spilakössum, hlutfallslega og í krónum, rann til rekstraraðila þar sem spilakassarnir eru starfræktar?
    
Birgjar Árið 2019
HHÍ – happdrættisvélar IGT* og Novomatic
Íslandsspil Scientific Games, IGT
*International Game Technology

    Hlutfall af hreinum happdrættistekjum til rekstraraðila þar sem vélar eru starfræktar (umboðslaun).
Umboðslaun árið 2019 Hlutfall
HHÍ – happdrættisvélar 24,0
Íslandsspil 19,27

    Fjárhæðir í milljónum króna af hreinum happdrættistekjum til rekstraraðila þar sem vélar eru starfræktar (umboðslaun).
Umboðslaun árið 2019 Millj. kr.
HHÍ – happdrættisvélar 599
Íslandsspil 239

     4.      Hverjar voru heildarvinningsfjárhæðir hvors fyrirtækis árið 2019?

Heildarvinningsfjárhæðir árið 2019 Millj. kr.
HHÍ – happdrættisvélar 5.902
Íslandsspil 2.868

     5.      Hverjar voru tekjur hvors fyrirtækis að frádregnum vinningum og kostnaði árið 2019?
    
Tekjur að frádregnum vinningum og kostnaði árið 2019* Millj. kr.
HHÍ – happdrættisvélar 1.216
Íslandsspil 673
*Fjárhæð sem er til ráðstöfunar til þeirra verkefna sem fyrirtækin fjármagna.


     6.      Hver voru heildarframlög hvors fyrirtækis vegna nýrra leikja eða spilakassa árið 2019 til:
                  a.      forvarna og þá hvaða forvarnaverkefna,
                  b.      meðferða og þá hvaða meðferða,
                  c.      auglýsinga og markaðsmála, og þá hvaða auglýsinga og markaðsmála?


Heildarframlög vegna nýrra leikja eða spilakassa/happdrættisvéla 2019 Millj. kr.
HHÍ – happdrættisvélar:
    a. til forvarna 5,9 Framlög til forvarnafræðslu sem HHÍ og Íslandsspil standa fyrir á síðunni Ábyrgspilun.is sem og fræðsla um ábyrga spilun fyrir starfsfólk HHÍ. Framlög til rannsóknaraðila til fræðsluöflunar og ráðstefnuferða. Eftirlit óháðs aðila með fylgni HHÍ við staðal European Lotteries um ábyrga spilun. Framlag til reksturs Neyðarsímans 1717 sem rekinn er af Rauða krossinum.
    b. til meðferða 5,1 Framlög til meðferðarstarfs SÁÁ.
    c. til auglýsinga og markaðsmála 0,0
Íslandsspil:
    a. til forvarna 6,3 Verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð (a og b).
    b. til meðferða* Verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð, m.a. meðferðarstarf SÁÁ.
    c. til auglýsinga og markaðsmála 0,0
*Styrkir til SÁÁ í meðferðarstarf vegna spilavanda árið 2020 10 millj. kr.

     7.      Hversu margir spilakassar eru í rekstri annars vegar hjá Happdrætti Háskóla Íslands og hins vegar Íslandsspilum sf.?
    HHÍ: 495.
    Íslandsspil: 377.

     8.      Hvar eru spilakassar staðsettir og hversu margir spilakassar eru í rekstri á hverjum stað fyrir sig?
    Staðsetning og fjöldi spilakassa Happdrættis Háskóla Íslands:
Staðsetning Heimilisfang Póstnr. Fjöldi spilakassa
Billiardbarinn Faxafeni 12 108 9
Blásteinn Hraunbæ 102a 110 11
Búálfurinn Lóuhólum 2–6 111 14
Catalina Hamraborg 11 200 32
Gullöldin Hverafold 5 112 8
Háspenna#1 Laugavegi 118 105 82
Háspenna#2 Hafnarstræti 20 101 59
Íslenski Rokkbarinn Bæjarhrauni 26 220 6
Kringlukráin Kringlunni 4–12 103 18
Lundinn Vestmannaeyjum Kirkjuvegi 21 900 2
Lukku Láki Þverholti 2 270 10
Mónakó Laugavegi 78 101 22
Rauða Ljónið Eiðistorgi 15 170 13
Ráin Hafnargötu 19a 230 8
Riddarinn Engihjalla 8 200 14
Snóker og pool Lágmúla 5 108 6
Spennustöðin 1 Reykjavíkurvegi 64 220 22
Spennustöðin 2 Höfðabakka 1 110 26
Spilastofan Akureyri Strandgötu 25 600 14
Spot Bæjarlind 6 201 12
Videomarkaðurinn Hamraborg 20a 200 52
Yellow Taxi (Benzincafé) Grensásvegi 3 104 8
Ölhúsið Reykjavíkurvegi 60 220 11
Ölstofa Hafnarfjarðar (Gamli Enski) Flatahrauni 5a 220 8
Ölver Álfheimum 74 104 28

    Staðsetning og fjöldi spilakassa Íslandsspila:
Staðsetning Heimilisfang Póstnr. Fjöldi
Álfurinn Sportbar Lóuhólum 2–6 Reykjavík 111 5
Benzincafé ehf. Grensásvegi 3 Reykjavík 108 13
Bifreiðastöð Íslands v/Hringbraut Reykjavík 101 10
Bitahöllin Stórhöfða 15 Reykjavík 112 6
Bitinn – Nólon Iðavöllum 14 Reykjanesbæ 230 4
Blásteinn – Rakang Hraunbæ 102a Reykjavík 110 5
Bláa Sjoppan Starengi 2 Reykjavík 112 4
Bláhornið Grundarstíg 12 Reykjavík 101 1
Blómaborg Breiðumörk 12 Hveragerði 810 1
Djákninn Búðareyri 28 Reyðarfirði 730 2
Doddagrill Heiðartúni 1 Garði 250 3
Hamraborg Hafnarstræti 7 Ísafirði 400 6
Háteigsbúðin – ISK Háteigsvegi 2 Reykjavík 105 1
Íslandsspil Smiðjuvegi 11a Kópavogi 200 1
Ís-Grill ehf. Háholti 14 Mosfellsbæ 270 7
Íslenski rokkbarinn Bæjarhrauni 26 Hafnarfirði 220 6
Jolli Helluhrauni 1 Hafnarfirði 220 3
Kjötborg Ásvallagötu 19 Reykjavík 101 1
Kringlukráin Kringlunni Reykjavík 103 12
Kúlan/Asian Market Réttarhálsvegi 1 Reykjavík 108 10
Lucky Luke Þverholti 2 Mosfellsbæ 270 15
Lundinn Kirkjuvegi 21 Vestmannaeyjum 900 5
Matstofan Borgarnesti Brákarbraut 3 Borgarnesi 310 2
Mini Market Drafnarfelli 14 Reykjavík 111 3
Mónakó Laugavegi 78 Reykjavík 101 17
Ölhúsið Reykjavíkurvegi 60 Hafnarfirði 220 7
Orkan/Bláfell Skagfirðingabraut 29 Sauðárkróki 550 2
Orkan/Búðarnes Þuríðarbraut 13 Bolungarvík 415 2
Polo Skólabraut 28 Akranesi 300 4
Polo Reykjavíkurvegi 72 Hafnarfirði 220 2
Prinsinn Hraunbæ 121 Reykjavík 110 15
Prinsinn Mjódd Þönglabakka 6 Reykjavík 109 23
Publin Engihjalla 8 Kópavogi 200 4
Rauða Ljónið Eiðistorgi 15 Seltjarnarnesi 170 8
Ráin Hafnargötu 19 Keflavík 230 6
Shellskálinn Strandgötu 13 Eskifirði 735 2
Shellskálinn Austurmörk 22 Hveragerði 810 2
Skalli Hraunbæ 102 Reykjavík 110 5
Skálinn Hásteinsvegi 24 Stokkseyri 825 1
Skálinn Þorlákshöfn Þorlákshöfn 815 2
Smári Dalvegi 16c Kópavogi 200 27
Spennustöðin Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 220 24
Spennustöðin Höfðabakka 1 Reykjavík 112 9
Sportbarinn Álfheimum 74 Reykjavík 104 12
Spot Bæjarlind 6 Kópavogi 201 6
Söluskáli ÓK v/Ólafsbraut Ólafsvík 355 3
Söluskálinn Björkin Austurvegi 10 Hvolsvelli 860 3
Sölut. Holtanesti Melabraut 11 Hafnarfirði 220 6
Sölut. Hraunbergi Hraunbergi 4 Reykjavík 111 4
Tjarnargrill Tjarnarbraut 24 Reykjanesbæ 260 2
Tvisturinn ehf. Faxastíg 36 Vestmannaeyjum 900 5
Ungó Keflavík Hafnarstræti 6 Keflavík 230 7
Veitingahúsið Vör Hafnargötu 9 Grindavík 240 1
Verslunin Urð Aðalbraut 16 Raufarhöfn 675 3
Verslunin Vogum ehf. Iðndal 2 Vogum 190 1
Videomarkaðurinn ehf. Hamraborg 20a Kópavogi 200 34
Vikivaki Barónsstíg Reykjavík 101 1
Vikivaki Laugavegi 5 Reykjavík 101 1

     9.      Hversu hátt er vinningshlutfall spilakassanna annars vegar hjá Happdrætti Háskóla Íslands og hins vegar hjá Íslandsspilum sf.? Útreikningar óskast sundurliðaðir.
    HHÍ: 92% að meðaltali af spilun.
    Íslandsspil: 92% að lágmarki af spilun.

     10.      Eru einhverjir af spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands eða Íslandsspila sf. með sjálfspilun (e. auto play)?
    Nei.

     11.      Hver bar ábyrgð á eftirfylgni með framkvæmd laga um spilakassa á árunum 2015– 2019?
    Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 119/2018, fer dómsmálaráðuneyti með mál er varða happdrætti. Samkvæmt lögum um happdrætti, nr. 38/2005, fer ráðuneytið með eftirlit með happdrættum þar sem spilað er um peninga eða peningaígildi en eftirlit með öðrum happdrættum er í höndum sýslumanns. Um happdrættisvélar gilda lög um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13/1973, og um söfnunarkassa lög um söfnunarkassa, nr. 73/1994, ásamt reglugerðum sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Á árinu 2007 var sýslumanninum á Hvolsvelli með bréfi falið að skipuleggja og framkvæma í umboði ráðherra tiltekið eftirlit með spilakössum í samvinnu við aðra sýslumenn og lögregluyfirvöld. Nánar tiltekið var sýslumanni falið að halda utan um eftirfarandi atriði: Að fram komi á spilakössunum hver sé rekstraraðili þeirra. Að ganga úr skugga um að spilakassarnir beri raðnúmer (framleiðslunúmer). Að fram komi upplýsingar á spilakössunum eða á spjaldi hjá þeim, hvert ágóði af rekstri þeirra rennur. Að fylgst sé með því að þeir sem spila séu að lágmarki 18 ára gamlir, en í reglugerðum beggja rekstraraðilanna er kveðið á um þennan lágmarksaldur. Að börn yngri en 18 ára geti ekki fengið greidda út vinninga. Að spilakassarnir séu aðeins þar sem heimilt er að reka þá. Að tryggilega sé gengið frá því að umsjónarmaður hafi virkt eftirlit með spilakössunum. Verkefni þessi eru nú á hendi sýslumannsins á Suðurlandi.
    Ráðuneytið vinnur nú að skipun starfshóps sem ráðgert er að hafi það hlutverk að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála og gera tillögur til ráðherra um breytingar á lögum og reglugerðum um happdrætti teljist þær nauðsynlegar.

     12.      Hverjar voru niðurstöður úttekta á þeim árum á þeim atriðum sem fylgjast skal með eins og vinningshlutfalli?
    Ráðuneytið er í samskiptum við þau fyrirtæki sem starfrækja spilakassa, bæði reglubundið og óreglulega, og tekur á móti ýmsum upplýsingum frá þeim um starfsemina sem teknar eru til skoðunar. Þar á meðal eru ársskýrslur fyrirtækjanna. Á grundvelli þeirra gagna sem borist hafa eða aflað hefur verið hafa ekki verið gerðar athugasemdir við starfsemi fyrirtækjanna og upplýsingar benda til þess að vinningshlutfall sé í samræmi við lög og reglugerðir um spilakassa. Þá hefur eftirlit sýslumanns og lögreglu ekki leitt til athugasemda.